Home Fréttir Í fréttum Texti um bílastæði hreyfihamlaðra á byggingarreglugerd.is leiðréttur

Texti um bílastæði hreyfihamlaðra á byggingarreglugerd.is leiðréttur

87
0
Mynd: HMS.is

Við yfirferð á síðunni byggingarreglugerd.is nýverið kom í ljós misræmi á milli texta byggingarreglugerðarinnar sem birtur var þar um bílastæði hreyfihamlaðra og þess texta reglugerðarinnar sem birtist í Stjórnartíðindum.

<>

Árið 2016 var gerð breyting á reglugerð um bílastæði hreyfihamlaðra og tekinn út texti sem kveður á um hámarksfjarlægð bílastæða frá inngangi bygginga. Fyrir mistök var hins vegar á þeim tíma fjarlægður rangur liður af byggingarreglugerd.is, nánar tiltekið grein sem lýtur að upphækkuðum stæðum.

Málsgreinin stóð svona á vef byggingarreglugerd.is:

Bílastæði hreyfihamlaðra skulu vera sérstaklega merkt á yfirborði og einnig með lóðréttu skilti. Þau skulu vera sem næst aðalinngangi bygginga, ekki fjær en u.þ.b. 25 m. […]2)

Hún hefur nú verið leiðrétt og er því réttilega svohljóðandi:

Bílastæði hreyfihamlaðra skulu vera sérstaklega merkt á yfirborði og einnig með lóðréttu skilti. […]2) Þar sem því verður við komið skal stæðum fyrir hreyfihamlaða komið fyrir á svæðum sem eru upphækkuð í gangstéttarhæð og tengd gangstéttum.

HMS hefur lagfært textann bæði á vefnum og í leiðbeiningu með þessari tilteknu grein (6.2.4).

Heimild: HMS.is