Home Fréttir Í fréttum Nýr strengur kostar 2 milljarða

Nýr strengur kostar 2 milljarða

70
0
Vestmannaeyjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Reiknað er með að það kosti 2-2,5 millj­arða króna að leggja nýj­an sæ­streng á milli lands og Eyja. Landsnet hef­ur und­ir­búið það að flýta lagn­ingu strengs­ins þannig að hún fari fram á ár­inu 2025.

<>

Und­ir­bún­ing­ur og inn­kaup taka lang­an tíma, reiknað er með tveim­ur árum, en Landsnet er að kanna hvort mögu­legt sé að stytta þann tíma frek­ar.

Þegar nú­ver­andi aðalraf­streng­ur Vest­manna­eyja bilaði í síðasta mánuði hafði Landsnet þegar sótt um leyfi hjá Orku­stofn­un fyr­ir nýj­um streng til að auka af­hend­ingarör­yggi í Vest­manna­eyj­um og flýta fram­kvæmd­inni frá ár­inu 2027 fram til 2025. Beðið er eft­ir af­greiðslu um­sókn­ar­inn­ar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is