Home Fréttir Í fréttum Drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu á Jaðarsbakka samþykkt í bæjarráði Akranes

Drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu á Jaðarsbakka samþykkt í bæjarráði Akranes

224
0

Eins og áður hefur komið fram á Skagafréttum eru miklar framkvæmdir og breytingar fyrirhugaðar á íþróttasvæðinu við Jaðarsbakka.

<>

Ísold fasteignafélag hefur lýst yfir áhuga á að byggja upp heilsutengda ferðaþjónustu á svæðinu – og hefur Íþróttabandalag Akraness og Knattspyrnufélag Akraness verið með í þeirri hugmyndavinnu.

Á síðasta fundi bæjarráðs voru drög að viljayfirlýsingu um verkefnið lögð fram – og samþykkt. Bæjarstjóra var falið að vinna málið áfram fram að næsta fundi bæjarráðs.

Í hugmyndavinnunni er gert ráð fyrir uppbyggingu hótels, heilsulindar, baðlóns og uppbyggingu íþróttamannvirkja við Jaðarsbakka.

Ísold fasteignafélag hefur ráðið Basalt arkitekta sem hönnunaraðila verkefnisins.

Hugmyndir eru um 80 herbergja 5.000 m2 hótel, 600 m2 baðlón og 650 m2 heilsulind sem tengist Langasandi og Guðlaugu.

Samhliða þessu verkefni þarf að breyta skipulagi og uppbyggingu íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum.

Heimild: Skagafrettir.is