Home Fréttir Í fréttum Hækkun á byggingarreit hefur hverfandi áhrif á nærliggjandi hús

Hækkun á byggingarreit hefur hverfandi áhrif á nærliggjandi hús

213
0
Mynd: Eyjafrettir.is

Umsókn um byggingarleyfi við Heiðarveg 12 í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi umhverfis og skipulagsráðs Vestmannaeyjarbæjar í vikunni.

<>

Þar lagði Ríkarður Tómas Stefánsson fyrir hönd Steini og Olli-bygg.verkt ehf. fram uppfærð gögn vegna skuggavarps vegna umsóknar um byggingarleyfi við Heiðarveg 12.

Ein athugasemd barst í grenndarkynningu frá íbúa við Heiðarveg 11 vegna skuggavarps á svölum.

Ráðið samþykkti breytingartillögu deiliskipulags sbr. ákvæði Skipulagslaga nr.123/2010 og vísaði til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Heimild: Eyjafrettir.is