Home Fréttir Í fréttum Stígur til hliðar eftir 26 ár

Stígur til hliðar eftir 26 ár

579
0
Finnbjörn (t.h) lætur af störfum sem formaður eftir 26 ár í forsvari. Jón Bjarni Jónsson (t.v.) er í framboði til formanns.

Finn­björn A. Her­manns­son, formaður Byggiðnaðar, ætl­ar að stíga til hliðar úr stjórn fé­lags­ins eft­ir að hafa verið í for­svari fyr­ir Byggiðn og áður Tré­smíðafé­lag Reykja­vík­ur í 26 ár. Nýr formaður verður kjör­inn á aðal­fundi í vor og hef­ur upp­still­ing­ar­nefnd lokið störf­um og skilað inn til­lögu sinni til kjör­nefnd­ar. Er Jón Bjarni Jóns­son for­manns­efni á lista upp­still­ing­ar­nefnd­ar­inn­ar.

<>

Í til­kynn­ingu á vef Byggiðnar er listi nefnd­ar­inn­ar birt­ur, en þar er um að ræða til­lögu um fram­bjóðend­ur í stjórn fé­lags­ins, vara­stjórn, trúnaðarmannaráð, vara­trúnaðarmannaráð og end­ur­skoðend­ur reikn­inga.

Geta skilað inn til­lög­um til 15. fe­brú­ar

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að Finn­björn hafi til­kynnt um þá ákvörðun sína að stíga til hliðar fyr­ir tveim­ur árum, en hann hef­ur þó ekki al­veg sagt skilið við fé­lagið og gef­ur kost á sér til setu í trúnaðarmannaráð næsta kjör­tíma­bil.

Jón Bjarni hef­ur und­an­far­in ár setið í stjórn Byggiðnar.

Listi upp­still­ing­ar­nefnd­ar á sam­kvæmt lög­um fé­lags­ins að liggja fyr­ir fyr­ir 1. fe­brú­ar, en aðrir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram geta skilað inn til­lög­um sín­um til 15. fe­brú­ar. Sjá má lista upp­still­ing­ar­nefnd­ar­inn­ar hér að neðan:

Stjórn og trúnaðarráð BYGGIÐNAR
Listi uppstillingarnefndar 2023

Chart

Image

Heimild: Mbl.is