Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnaðar, ætlar að stíga til hliðar úr stjórn félagsins eftir að hafa verið í forsvari fyrir Byggiðn og áður Trésmíðafélag Reykjavíkur í 26 ár. Nýr formaður verður kjörinn á aðalfundi í vor og hefur uppstillingarnefnd lokið störfum og skilað inn tillögu sinni til kjörnefndar. Er Jón Bjarni Jónsson formannsefni á lista uppstillingarnefndarinnar.
Í tilkynningu á vef Byggiðnar er listi nefndarinnar birtur, en þar er um að ræða tillögu um frambjóðendur í stjórn félagsins, varastjórn, trúnaðarmannaráð, varatrúnaðarmannaráð og endurskoðendur reikninga.
Geta skilað inn tillögum til 15. febrúar
Fram kemur í tilkynningunni kemur fram að Finnbjörn hafi tilkynnt um þá ákvörðun sína að stíga til hliðar fyrir tveimur árum, en hann hefur þó ekki alveg sagt skilið við félagið og gefur kost á sér til setu í trúnaðarmannaráð næsta kjörtímabil.
Jón Bjarni hefur undanfarin ár setið í stjórn Byggiðnar.
Listi uppstillingarnefndar á samkvæmt lögum félagsins að liggja fyrir fyrir 1. febrúar, en aðrir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram geta skilað inn tillögum sínum til 15. febrúar. Sjá má lista uppstillingarnefndarinnar hér að neðan: