Home Fréttir Í fréttum Keyptu einbýlishús fullt af skordýrum og myglu en málinu vísað frá

Keyptu einbýlishús fullt af skordýrum og myglu en málinu vísað frá

381
0
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/EPA

Máli pars, sem keypti einbýlishús árið 2021 sem reyndist uppfullt af maurum, silfurskottum og myglu, gegn fyrrverandi eiganda hússins var vísað frá Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ástæðan er sú að stefna fólksins var vanreifuð.

<>

Parið skrifaði undir kaupsamning þann fimmtánda nóvember 2021 og var kaupverðið 52 milljónir króna. Um er að ræða steinsteypt hús sem var byggt árið 1965.

Mikið af maurum bak við skápa og skúffur
Kaupendurnir segja að viku eftir að þau keyptu húsið hafi þau fengið upplýsingar frá fasteignasalanum þess efnis að það hafi sést maur í fasteigninni einhvern tímann. Þeim hafi þó verið lofað að það vandamál yrði leyst áður en þau flyttu inn.

Kallað hafi verið til meindýraeyðis og hann eitrað þrisvar sinnum áður en þau fluttu inn. Og þá hafi þau fengið þær upplýsingar að reikningarnir yrðu sendir á seljanda hússins sem myndi greiða þá.

Fram kemur að fljótlega hafi komið í ljós að húsið væri ekki laust við maura og mikið verið af silfurskottum. Parið hafi neyðst til að flytja út í þrjá daga á meðan meindýraeyðirinn fór aftur til starfa og eftir það virtist maurinn farinn en silfurskotturnar enn til staðar.

Þau töldu að fjöldi silfurskotta mætti rekja til raka í húsinu, og við nánari skoðun hafi komið í ljós að baðherbergið væri að miklu leyti ónýtt vegna raka. Þá hafi bílskúrinn verið óíbúðarhæfur vegna myglu og rakasekemmda. Svipaða sögu var að segja af eldhúsinnréttingunni. Hún var ónýt vegna myglu og á bak við skápa og skúffur var að finna mikið af maurum.

Kröfuðust milljóna í bætur
Parið sendi þá kröfubréf vegna „tjóns sem skordýrafaraldurinn er að valda og hefur ollið“ þar sem krafist var 4.5 milljón króna. Seljandinn hafnaði kröfunni og því höfðuðu þau mál.

Í málsvörn sinni benti seljandinn á marga vankanta stefnunnar líkt og að hún væri vanreifuð. Stefnan væri meðal annars sett þannig fram að ekki lægi fyrir á hvaða atvikum og tjóni bótaskyldan byggðist.

Héraðsdómur féllst á þann málflutning og vísaði málinu frá dómi. Parinu er gert að greiða seljandanum 400 þúsund krónur.

Heimild: Frettabladid.is