Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember.
Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.
Gerðar eru miklar kröfur varðandi aðgengisstýringu og sem minnsta truflun á daglegri starfsemi bankans. Áætluð verklok eru 1. mars 2024.

Verkefnisstjóri fyrir ÍAV er Hafsteinn B. Gunnarsson og eru framkvæmdir við aðstöðusköpun og rif í fullum gangi auk þess sem þegar er byrjað á vinnu við uppbyggingu.

Meðal undirverktaka verða Brot, Stjörnublikk og Kraftlagnir en rafvirkjadeild ÍAV mun annast raflagnir.
Heimild: IAV.is