Home Fréttir Í fréttum Hafa keypt Stein­smiðjuna Rein

Hafa keypt Stein­smiðjuna Rein

950
0
Nýir eigendur Steinsmiðjunnar Rein við Viðarhöfða í Reykjavík. AÐSEND

Tvær ungar fjölskyldur – þau Arnar Freyr Magnússon og Íris Blöndahl ásamt Fanneyju Sigurgeirsdóttur og Steinari Þór Ólafssyni – hafa keypt Steinsmiðjuna Rein við Viðarhöfða í Reykjavík.

<>

Þau kaupa fyrirtækið af þeim Sigurði Thorarensen og Ragnari Áka Ragnarssyni. Ragnar mun áfram starfa hjá fyrirtækinu.

Í tilkynningu kemur fram að Rein hafi verið starfrækt frá árinu 1999 og sérhæft sig í framleiðslu úr náttúrusteini, til dæmis sérsmíði á borðplötum fyrir eldhús.

Haft er eftir Arnari Frey Magnússyni, einum nýrra eiganda Steinsmiðjunnar Rein, að nýir eigendur telji veruleg tækifæri liggja í að styrkja stoðir núverandi reksturs og leita nýrra leiða fyrir lausnir félagsins.

„Við höfum verið á höttunum eftir rótgrónu fyrirtæki sem er að ganga í gegnum ákveðin kynslóðaskipti til að kaupa og taka við keflinu.

Hér starfar hópur með langa og mikla starfsreynslu, fyrirtækið býr yfir nýjustu tækni í vélbúnaði til framleiðslunnar og fólk um allt land notið góðs af hvoru tveggja.

Það er því tilhlökkunarefni fyrir okkur að koma inn í rekstur með jafn gott orðspor og horfa til sóknar,” segir Arnar Freyr.

Heimild: Visir.is