„Í upphafi árs fer steypuvinna tiltölulega rólega af stað, m.a. sökum kuldatíðar. Starfsmenn eru komnir til baka úr jólafríi og undirbúningur á áframhaldandi uppsteypu í fullum gangi.
Verið er að grafa fyrir tengigangi sunnan við meðferðarkjarna þar sem sprengivinna fer fram á næstunni og í framhaldi af jarðvinnunni hefst uppsteypa gangsins,“segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur Nýs Landspítala.
Heimild: NLSH ohf.