Home Fréttir Í fréttum 40 íbúðir í nýjum stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða

40 íbúðir í nýjum stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða

78
0
Stefnt að því að fyrstu nemendur flytji inn í ágúst Háskólasetur Vestfjarða

Hafnar eru framkvæmdir við nýja stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði. Byggðar verða 40 íbúðir sem eiga að leysa úr brýnni húsnæðisþörf. Áætlaður kostnaður er um milljarður króna.

<>

Mikil þörf er á leiguhúsnæði fyrir nemendur Háskólaseturs Vestfjarða. Á síðasta ári voru um 70 manns á biðlista eftir leiguhúsnæði fyrir námsmenn í Ísafjarðarbæ. Því hefur lengið verið beðið eftir nýjum stúdentagörðum sem nú eru í byggingu.

Öruggara húsnæði og auðveldara að taka á móti nemendum
„Ávinningurinn er sá að það verður auðveldara að taka á móti nýjum nemendum og í rauninni hægt að bjóða upp á öruggara húsnæði,“ segir Halldór Halldórsson, stjórnarformaður húsnæðissjálfseignarstofnunar stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða.

Reist verða tvö hús, innflutt frá Eistlandi, tuttugu stúdíóíbúðir í hvoru húsi, og með byggingu stúdentagarða segir Halldór komið til móts við húsnæðismarkaðinn á þessu svæði.

„Einkamarkaðurinn ræður ekki lengur við að sinna bæði þeirri þenslu sem er hér í atvinnulífinu og svo háskólasetrinu. Þannig að þetta mun ná að sinna kannski rúmlega 50% af þeirri húsnæðisþörf sem háskólasetrið er í fyrir sína nemendur.“

Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um einn milljarður króna og fæst fjármagn með stofnframlögum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Ísafjarðarbæ, auk láns frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Áætlað að fyrstu nemendur flytji inn í ágúst
Halldór segir stefnt á að hægt verði að flytja í að minnsta kosti annað húsið í byrjun skólaárs í ágúst. „Núna eru steypumótin á kafi í snjó og við þurfum helst að ná því að steypa í þetta fyrir mars. Vegna þess að í mars er stefnan að hér komi heill vinnuflokkur 20-25 manns og byrji að reisa annað húsið.“

Heimild: Ruv.is