Home Fréttir Í fréttum Nýtt sjúkrahússapótek á þessu ári

Nýtt sjúkrahússapótek á þessu ári

86
0
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Þorgeir

Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri verða veitt­ar 80 millj­ón­ir króna sem ger­ir spít­al­an­um kleift að ljúka fram­kvæmd­um við nýtt sjúkra­hússapó­tek spít­al­ans. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Heil­brigðisráðuneyt­is­ins.

<>

Fram­lagið kem­ur til viðbót­ar 120 millj­ón­um króna sem veitt­ar voru til verk­efn­is­ins á síðasta ári. Vænst er þess að hægt verði að ljúka fram­kvæmd­um og hefja starf­semi í nýju sjúkra­hússapó­teki strax á þessu ári en fram­kvæmd­ir hafa gengið vel.

Rík­ar kröf­ur eru gerðar um aðstæður og skil­yrði á sjúkra­hússapó­tek­um til að tryggja ör­yggi starfs­fólks og sjúk­linga. Þar fer til dæm­is fram blönd­un frumu­breyt­andi lyfja við krabba­mein­um og viðlíka verk­efni sem kalla á sér­hæfðar og ör­ugg­ar aðstæður.

Í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins seg­ir að með nýju hús­næði verði aðstæður eins og best verður á kosið og í sam­ræmi við gild­andi staðla um starf­semi af þessu tagi.

Heimild: Mbl.is