Verktakar á Akureyri sýndu Jóni heitnum Hansen, verkstjóra gatnamála hjá Akureyrarbæ, virðingu með táknrænum hætti í vikunni. Útför Jóns, sem lést um aldur fram á jóladag, var frá Akureyrarkirkju.

Jón var jarðsettur í Lögmannshlíðarkirkjugarði. Þegar líkfylgdin ók þangað höfðu verktakar lagt fjölmörgum vinnutækjum – aðallega snjómoksturstækjum – með blikkandi ljósum efst í Þingvallastrætinu og starfsmenn stóðu við tækin.

Neðst við Hlíðarfjallsveg voru svo nokkrar vinnuvélar Akureyrarbæjar, auk bifreiðarinnar sem Jón ók jafnan í vinnunni.
Fallega gert hjá verktökum bæjarins og vinnufélögum Jóns heitins hjá Akureyrarbæ.

Jón Sigurpáll Hansen – minningar
Heimild: Akureyri.net