Home Fréttir Í fréttum Verktakar sýndu Jóni Hansen virðingu

Verktakar sýndu Jóni Hansen virðingu

379
0
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Verktakar á Akureyri sýndu Jóni heitnum Hansen, verkstjóra gatnamála hjá Akureyrarbæ, virðingu með táknrænum hætti í vikunni. Útför Jóns, sem lést um aldur fram á jóladag, var frá Akureyrarkirkju.

<>
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Jón var jarðsettur í Lögmannshlíðarkirkjugarði. Þegar líkfylgdin ók þangað höfðu verktakar lagt fjölmörgum vinnutækjum – aðallega snjómoksturstækjum – með blikkandi ljósum efst í Þingvallastrætinu og starfsmenn stóðu við tækin.

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Neðst við Hlíðarfjallsveg voru svo nokkrar vinnuvélar Akureyrarbæjar, auk bifreiðarinnar sem Jón ók jafnan í vinnunni.

Fallega gert hjá verktökum bæjarins og vinnufélögum Jóns heitins hjá Akureyrarbæ.

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Jón Sigurpáll Hansen – minningar

Heimild: Akureyri.net