Home Fréttir Í fréttum Kostar 14,2 milljarða að reisa þjóðarhöll í Laugardal

Kostar 14,2 milljarða að reisa þjóðarhöll í Laugardal

156
0
Laugardalshöllin er of lítil til að uppfylla skilyrði um að geta talist heimavöllur handboltalandsliðsins. Mynd: UMFÍ

Gert er ráð fyrir 8.600 manns í sæti í nýrri þjóðarhöll í niðurstöðum frumathugunar framkvæmdanefndar um byggingu þjóðarhallar.

<>

Rúma fjórtán milljarða króna kostar að reisa nýja þjóðarhöll í Laugardal í Reykjavík, samkvæmt niðurstöðum frumathugunar framkvæmdanefndar um þjóðarhöll.

Gert er ráð fyrir að höllin verði nítján þúsund fermetrar, taki 8.600 manns í sæti og allt að tólf þúsund manns á tónleikum. Stefnt er að því að reisa höllina sunnan við Laugardalshöll og nær Suðurlandsbraut. Talið er að Þjóðarhöllin geti verið tekin í notkun 2025. Höllina verður unnt að nýta undir handboltaleiki, körfubolta, blak og fleira.

Stefnt er að því að kynna niðurstöður framkvæmdanefndar á blaðamannafundi á mánudag. Ekki hefur verið ákveðið hvernig kostnaður við byggingu þjóðarhallar skiptist milli ríkis og Reykjavíkurborgar. Í fyrra lýstu margir óánægju sinni með að ekki væri risin þjóðarhöll þegar landsliðið í handbolta þurfti að spila leiki sína til að komast á stórmót í fremur litlum íþróttahúsum.

Heimild: Ruv.is