Home Fréttir Í fréttum Allt að tólf þúsund íbúðir

Allt að tólf þúsund íbúðir

162
0
Hið opinbera hyggst styðja uppbyggingu íbúða sem verða á viðráðanlegu verði. mbl.is/Sigurður Bogi

Sam­kvæmt nýrri hús­næðisáætl­un rík­is og sveit­ar­fé­laga stend­ur til að byggja yfir 12 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að þjóna fé­lags­leg­um mark­miðum. Ann­ars veg­ar 10.500 íbúðir á viðráðan­legu verði og hins veg­ar 1.750 fé­lags­leg­ar íbúðir.

<>

Miðað við að tveir búi að jafnaði í íbúð munu þess­ar íbúðir rúma um 24 þúsund íbúa. Það er hér um bil sam­an­lagður íbúa­fjöldi í Garðabæ og á Seltjarn­ar­nesi.

Anna Guðmunda Ingvars­dótt­ir, aðstoðarfor­stjóri Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS), seg­ir kostnaðinn við upp­bygg­ing­una ekki liggja fyr­ir. Unnið sé að kostnaðarmati.

Hlut­deild­ar­lán og lóðir

Með hliðsjón af því að veitt verða hlut­deild­ar­lán til kaupa á íbúðum, lagðar til verðmæt­ar bygg­ing­ar­lóðir og keypt­ar fé­lags­leg­ar íbúðir, svo nokkuð sé nefnt, ligg­ur fyr­ir að um tugi millj­arða króna er að ræða.

Anna Guðmunda seg­ir áætl­un­ina marka tíma­mót í hús­næðismál­um á Íslandi. Ríki og sveit­ar­fé­lög hafi ekki áður sam­ein­ast um sýn og stefnu í þess­um mála­flokki með jafn af­ger­andi hætti.

Með íbúðum á viðráðan­legu verði er átt við íbúðir inn­an al­menna íbúðakerf­is­ins, hlut­deild­ar­lán­a­í­búðir og aðrar íbúðir sem „njóta ein­hvers kon­ar stuðnings stjórn­valda og er ætlað að leysa úr hús­næðisþörf tekju- og eigna­lægri hópa. Þar með talið náms­manna, ungs fólks, fyrstu kaup­enda, ör­yrkja og eldra fólks.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is