Home Fréttir Í fréttum 122% hækkun íbúðaverðs

122% hækkun íbúðaverðs

82
0
Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Verð á íbúðar­hús­næði hef­ur hækkað meira á Íslandi en í nokkru öðru þeirra 30 Evr­ópu­landa sem nýr sam­an­b­urður Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins, nær til.

<>

Frá ár­inu 2010 til loka þriðja árs­fjórðungs sein­asta árs er hækk­un­in á Íslandi sögð hafa verið um 213%. Eist­land er í öðru sæti þegar hlut­falls­leg­ar hækk­an­ir eru born­ar sam­an en þar hækkaði hús­næðis­verðið um 199%. Í nokkr­um lönd­um ríf­lega tvö­faldaðist verð á íbúðar­hús­næði á þess­um tíma en það lækkaði í þrem­ur Evr­ópu­lönd­um.

Hækk­an­ir síðustu tveggja til þriggja ára hér á landi vega þungt. Þannig hækkaði verðið á Íslandi um 58% frá 2015 til loka þriðja árs­fjórðungs 2020 en frá 2015 til sept­em­ber­loka í fyrra nam hækk­un­in 122% hér á landi.

Heimild: Mbl.is