Home Fréttir Í fréttum Nýtt skilti 10-11 við Austurstræti of stórt og veldur nágrönnum miklum ama

Nýtt skilti 10-11 við Austurstræti of stórt og veldur nágrönnum miklum ama

152
0
10-11.is – 10-11

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Orkunnar um leyfi fyrir nýtt skilti verslunarinnar 10-11 við Austurstræti. Kvartað hefur verið yfir ljósmengun frá skiltinu.

<>

Í umsögn skipulagsfulltrúa kemur fram að 10-11 hafi um árabil haft á gafli Austurstrætis 17 upplýst skilti. Gamla skiltið samanstóð af nokkrum stökum einingum sem saman mynduðu eina heild. Í umsögninni kemur fram að ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir því skilti.

Og nú hefur gamla skiltinu verið skipt út fyrir nýtt og „mun stærra “ skilti. Í umsögn skipulagsfulltrúa segir að ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir því heldur og að kvartað hafi verið undan ljósmengun frá því.

Skipulagsfulltrúi segir nýja skiltið nærri 32 fermetra. Það sé langt umfram leyfilega stærð í samþykktum leiðbeiningum fyrir þjónustuskilti á byggingum eða mannvirkjum. Þá hylji það gafl-hliðina alveg. Skiltið taki því ekki tillit til umhverfisins eða falli vel að staðaranda.

Mat skipulagsfulltrúa sé því að skiltið sé of stórt, valdi nágrönnum þess miklum ama og hann taki þess vegna neikvætt í leyfisveitingu.

Heimild: Ruv.is