Home Fréttir Í fréttum Bensínstöðvalóðir seldar á 5,9 milljarða

Bensínstöðvalóðir seldar á 5,9 milljarða

156
0
Orkan við Birkimel. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eft­ir að borg­in náði sam­komu­lagi við olíu­fé­lög­in um fækk­un bens­ín­stöðva hafa Olís og Ork­an selt bens­ín­stöðvalóðir inn­an borg­ar­mark­anna fyr­ir tæpa sex millj­arða króna.

<>

Þar af hafa fé­lög­in selt sjö slík­ar lóðir á 2,8 millj­arða þar sem áformað er að byggja íbúðir. Fleiri lóðir koma svo til álita sem bygg­ing­ar­lóðir, við Klepps­veg, á Miklu­braut við Kringl­una og á Hring­braut við BSÍ.

Fram kem­ur í ViðskiptaMogg­an­um í dag að Olís og Ork­an hafi selt sam­tals fimmtán bens­ín­stöðvalóðir í borg­inni fyr­ir 5,9 millj­arða króna og er þá þvotta­stöð Löðurs á Granda meðtal­in.

Lóðir Olís runnu inn í Klasa þegar Hag­ar og Reg­inn gengu frá kaup­um á hluta­fé í Klasa. Skelj­ung­ur, síðar SKEL, seldi hins veg­ar þrett­án lóðir á höfuðborg­ar­svæðinu, á Akra­nesi og í Borg­ar­nesi til Kaldalóns en eigna­tengsl eru milli fé­lag­anna. Bens­ín­stöðvalóðir Ork­unn­ar í Reykja­vík voru hluti af þess­um viðskipt­um.

Þá seldi SKEL fjór­ar lóðir til fé­lags­ins REIR Þró­un­ar – þrjár þeirra í Reykja­vík – en eigna­tengsl eru milli fé­lag­anna.

Verðmæt­ir bygg­ing­ar­reit­ir

Leyfi­legt bygg­inga­magn á bens­ín­stöðvalóðunum ligg­ur ekki fyr­ir og því er ill­mögu­legt að meta end­an­legt verðmæti lóðanna.

Hjálm­ar Sveins­son, formaður skipu­lags­ráðs 2014-2018, fagn­ar sam­komu­lag­inu og seg­ir sum­ar lóðanna „á verðmæt­um upp­bygg­ing­ar­reit­um fyr­ir íbúðar­hús­næði“.

Fimm lóðanna eru óseld­ar

Atlantsol­ía hef­ur ekki tekið ákvörðun um það hvernig fé­lagið hyggst ráðstafa bygg­ing­ar­rétti á Háa­leit­is­braut 12. Sama gild­ir um N1 sem á þrjár lóðir þar sem til stend­ur að byggja íbúðir og svo lóðina við hlið BSÍ. Hef­ur Festi, móður­fé­lag N1, ekki tekið ákvörðun um hvort fé­lagið selji lóðirn­ar eða skipu­leggi upp­bygg­ingu á þeim.

Hilm­ar Þór Krist­ins­son, stjórn­ar­formaður hjá REIR Verki, tel­ur það veru­legt of­mat að lóðirn­ar hjá REIR Þróun séu millj­arða króna virði.

Heimild: Mbl.is