Home Fréttir Í fréttum Listaverkið ekki fært þrátt fyrir banaslys

Listaverkið ekki fært þrátt fyrir banaslys

189
0
Eggin í Gleðivík á Djúpavogi. mbl.is/Freyr

Lista­verkið Egg­in í Gleðivík verður að öll­um lík­ind­um ekki flutt þvert á yf­ir­lýs­ing­ar um annað í kjöl­far bana­slyss í júní á síðasta ári.

<>

Karl­maður­inn sem lést lenti fyr­ir lyft­ara á hafn­ar­svæði í Gleðivík en mik­il um­ferð ferðamanna er um svæðið vegna verks­ins sem er sagt hafa mikið aðdrátt­ar­afl. Aust­ur­frétt grein­ir frá.

Mikl­ar fram­kvæmd­ir voru á hafn­ar­svæðinu þegar slysið átti sér stað. Var stýr­ing gang­andi um­ferðar ekki til staðar og merk­ing­um sömu­leiðis ábóta­vant, þar sem talið var að þær myndu þrengja svæðið og jafn­vel skapa enn meiri hættu.

Í yf­ir­lýs­ingu sveit­ar­fé­lags­ins nokkr­um dög­um eft­ir slysið kom fram að flytja ætti verkið frá hafn­ar­svæðinu á ann­an stað við sjáv­ar­síðuna á Djúpa­vogi. Það virðist þó ekki hafa ræst úr því.

Sér­stak­lega gætt að merk­ing­um

Á fundi í byrj­un des­em­ber lagði heima­stjórn Djúpa­vogs fram til­lögu sem kvað m.a. á um að lista­verkið fengi að standa þar áfram, og var hún samþykkt sam­hljóða.

Í til­lög­unni kem­ur fram að áhersla verði lögð á að við skipu­lags­vinnu og fram­kvæmd­ir verði sér­stak­lega gætt að merk­ing­um, um­ferðarör­yggi og aðgengi.

„Heima­stjórn ít­rek­ar að um­ferðarör­yggi gang­andi veg­far­enda á svæðinu verði tryggt eins og kost­ur er fyr­ir næsta sum­ar,“ seg­ir jafn­framt í til­lög­unni.

Heimild: Mbl.is