Home Fréttir Í fréttum Þrjár lóðir við Dalsbraut á Akureyri fyrir uppbyggingu stúdentagarða

Þrjár lóðir við Dalsbraut á Akureyri fyrir uppbyggingu stúdentagarða

247
0
Yfirlitsmynd af áætluðum byggingum stúdentaíbúða við Dalsbraut á Akureyri. Þær verða þrjár talsins með einstaklingsherbergjum, stúdíó- eða 2ja herbergja íbúðum. Mynd frá FÉSTA

Á svæði meðfram Dalsbraut á Akureyri hafa verið afmarkaðar þrjár lóðir fyrir uppbyggingu stúdentagarða. Alls er um að ræða 7.600 fermetra og verða í húsunum einstaklingsherbergi, stúdíó – og tveggja herbergja íbúðir.

<>

„Við erum komin með þetta verkefni í farveg, höfum fengið samþykkta tillögu að breytingu á skipulagi við Dalsbraut hjá Skipulagsráði, en að öðru leyti á verkefnið eftir að fara í það ferli sem lögbundið er,“ segir Jóhannes Baldur Guðmundsson framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri.

Hann segir að stefnt sé að því að reisa þrjár byggingar á svæðinu. Sú fyrsta væri með einstaklingsherbergjum, hvert með sér baðherbergi og þar væru að auki sameiginleg eldhús og stofur. Seinni tvær byggingarnar væru með stúdíó og 2ja herbergja íbúðum.

Erlendum skiptinemum fjölgar

Jóhannes segir að ekki sé búið að teikna húsin né heldur negla niður skipulag þeirra, „en eins og áætlanir okkar líta núna út væru í þessum þrem húsum um 54 einstaklingsherbergi, 20 stúdíóíbúðir og 40 2ja herbergja íbúðir,“ segir hann.

Eftirspurn eftir minna húsnæði hafi verið að aukast all verulega á síðustu árum  hjá FÉSTA, bæði vegna fjölgun erlendra skiptinema og breytingu á eftirspurn frá íslenskum nemendum. „Við erum þessa dagana að vinna í ýmsum málum tengdum þessum áætlunum okkar, og ómögulegt að segja til um hvernær framkvæmdir hefjast.“

Heimild: Vikubladid.is