Home Fréttir Í fréttum Sandurinn fluttur út

Sandurinn fluttur út

265
0
Sandflutningar eru við ströndina, austan hafnar. mbl.is/Hallur Már

Ef áform um mikla efnis­töku af hafs­botni við strönd­ina við Land­eyja- og Eyja­fjallasand verða að veru­leika get­ur það farið sam­an að efnið verði nýtt um leið og veru­lega dreg­ur úr sand­b­urði að Land­eyja­höfn. Ef vel tekst til get­ur það minnkað veru­lega úr kostnaði við viðhalds­dýpk­un Vega­gerðar­inn­ar í og við höfn­ina.

<>

Íslenskt dótt­ur­fé­lag þýska sements­fram­leiðand­ans Heidel­berg hef­ur lagt fram matsáætl­un vegna efn­is­vinnslu í sjó við Land­eyja­höfn og lönd­un­ar efn­is­ins í Þor­láks­höfn.

Fyr­ir­hugað er að vinna efnið í verk­smiðju sem byggð verður í Þor­láks­höfn og flytja það út til Þýska­lands og nota til íblönd­un­ar við sements­fram­leiðslu. Notk­un efn­is­ins dreg­ur veru­lega úr kol­efn­is­los­un við fram­leiðsluna.

Minni flutn­ing­ar á veg­um

Fyr­ir­tækið hyggst nýta nám­ur í Þrengsl­um og hef­ur látið gera um­hverf­is­mat fyr­ir efn­is­nám úr Litla-Sand­felli. Efn­is­nám þar kall­ar á veru­lega þunga­flutn­inga eft­ir veg­in­um til Þor­láks­hafn­ar og breyt­ir lands­lag­inu ef heilt fjall hverf­ur.

Áformin við Land­eyja­höfn eru mun stór­tæk­ari en þar sem efnið verður flutt sjó­leiðina til Þor­láks­hafn­ar dreg­ur það úr þunga­flutn­ing­um sem ann­ars hefði þurft vegna flutn­inga úr Þrengsl­un­um. Áformað er að vinna 60-75 millj­ón­ir rúm­metra í 30 ár, miðað við að ár­leg efn­istaka verði um það bil tvær millj­ón­ir rúm­metra.

Efn­istak­an mun fara fram á sand­dælu­skipi sem dæl­ir efni af hafs­botni og land­ar í Þor­láks­höfn einu sinni í viku eða oft­ar. Efnið verður flutt frá skips­hlið að verk­smiðju með færi­bönd­um, annaðhvort þurrt eða úr setlóni við höfn­ina.

Heimild: Mbl.is