Home Fréttir Í fréttum Stór áfangi í uppbyggingu á Orkugarði

Stór áfangi í uppbyggingu á Orkugarði

101
0
Mynd af lóðinni sem um ræðir. Ljósmynd/Aðsend

Fjarðabyggð og Fjarðarorka, fé­lag í eigu Copen­hagen In­frastruct­ure Partners (CIP) hafa und­ir­ritað lóðarleigu­samn­ing um lóð á Reyðarf­irði und­ir ra­feldsneytis­verk­smiðju. Um er að ræða fyrsta lóðarleigu­samn­ing á Aust­ur­landi und­ir slíka starf­semi.

<>

Lóðarleigu­samn­ing­ur­inn var af­greidd­ur sam­hljóða í bæj­ar­stjórn Fjarðabyggðar 28. des­em­ber. Samn­ings­tím­inn er 35 ár frá 1. janú­ar 2026.

Um er að ræða 38 hekt­ara lóð. Í verk­smiðju Fjarðarorku er ætl­un­in að fram­leitt verði ra­feldsneyti til notk­un­ar í skip­um og bif­reiðum. Við þá fram­leiðslu verða til auka­af­urðir, varmi og súr­efni, sem verða nýtt­ar til frek­ari verðmæta­sköp­un­ar.

Þar er einnig til skoðunar upp­bygg­ing á hita­veitu í Fjarðabyggð, eins og kem­ur fram í til­kynn­ingu frá sveit­ar­fé­lag­inu.

Heimild: Mbl.is