Home Fréttir Í fréttum Gömlu húsin ofarlega á Laugavegi að víkja

Gömlu húsin ofarlega á Laugavegi að víkja

97
0
Á Laugavegi 168 var meðal annars rekin smurbrauðsstofa og saumastofan Saumnálin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þegar ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins kom við um miðjan nóv­em­ber síðastliðinn var búið að girða af lóðina við Lauga­veg 168. Vinna við niðurrif tveggja samliggj­andi húsa, ann­ars á horni Nóa­túns og Lauga­veg­ar og hins við Lauga­veg, var haf­in.

<>

Eins og sjá má á stærri mynd­inni hér fyr­ir ofan hafa hús­in tvö nú verið fjar­lægð og kem­ur þá í ljós hversu stór lóðin er. Hluti baklóðar var meðal ann­ars nýtt­ur und­ir bíla­stæði Braut­ar­holts­meg­in en hús­in máttu muna sinna fíf­il feg­urri.

Á þess­ari horn­lóð er fyr­ir­hugað að reisa átta hæða fjöl­býl­is­hús og áformað að íbúðirn­ar komi á markað inn­an þriggja ára.

Svona leit horn­lóðin á Lauga­vegi 168 út 15. nóv­em­ber sl. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Síðan stend­ur til að halda niðurrif­inu áfram en Hekla hyggst flytja sig um set. Losn­ar þá mikið bygg­ing­ar­land, ekki síst á bíla­plani aust­an við sýn­ing­ar­sali umboðsins.

Und­an­far­in ár hef­ur hverfið gengið í end­ur­nýj­un lífdaga. Brauðgerðinni í Skip­holti 11-13 var breytt í 20 íbúðir og Bónusversl­un og þá voru hús­in sem hýstu Baðhúsið og Þórskaffi í Braut­ar­holti 18-20 end­ur­byggð og eru þar nú 64 íbúðir.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is