Nordic Office of Architecture hefur unnið að stækkun Keflavíkurflugvallar frá árinu 2014. Framkvæmdir ganga vel og mun 2023 vera viðburðaríkt ár þar sem ýmsir byggingaráfangar klárast og framkvæmdir á öðrum áföngum fer af stað.
Tengibygging milli gömlu flugstaðarinnar og suðurbyggingarinnar er annar stóru áfanganna í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Þessi nýja bygging mun, með Austurálmunni sem nú er í byggingu, stækka flugstöðina um 70%.
Ekki nóg með að tengibyggingin muni tengja saman upprunalegu flugstöðina og Suðurbyggingu, heldur mun hún einnig stórbæta þjónustu fyrir tengifarþega á Keflavíkurflugvelli.
Með nýju og björtu miðjurými skapast betri tenging milli álmna flugstöðvarinnar. Landgangurinn verður breikkaður, aðstaða komufarþega batnar með vegabréfaskoðun, nýrri fríhöfn og auknu þjónusturými. Einnig mun hlið við landgang verða uppfærð með stærra biðsvæði.
Vegna tilvonandi hlutverks tengibyggingarinnar á Keflavíkurflugvelli mun hún kallast Hjarta Keflavíkurflugvallar.
Hönnunarvinna stendur enn yfir en fyrirhugað er að hefja framkvæmdir 2023.