Home Fréttir Í fréttum Borgaríbúðir fyrir bíllausan lífsstíl

Borgaríbúðir fyrir bíllausan lífsstíl

852
0
Uppsteypa er langt komin en húsið er við Blóðbankann. Teikning/Snorrahús

Mikl­ar breyt­ing­ar eru að verða á ásýnd Snorra­braut­ar í Reykja­vík en nú stend­ur yfir upp­bygg­ing tveggja fjöl­býl­is­húsa og versl­un­ar­rýma við göt­una.

<>

Þá er þriðja fjöl­býl­is­húsið áformað á lóð bens­ín­stöðvar ÓB á horni Snorra­braut­ar og Eg­ils­götu.

Upp­bygg­ing­in er lengst kom­in á Snorra­braut 62 en at­vinnu­rými á jarðhæð eru kom­in í sölu. Þá stend­ur til að hefja sölu 35 íbúða í vor.

Fast­eigna­fé­lagið Snorra­hús bygg­ir húsið. Krist­inn Þór Geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Snorra­húsa ehf., seg­ir fé­lagið m.a. að bíða eft­ir því að Seðlabank­inn aflétti höml­um á lán­tök­ur fyrstu kaup­enda.

Hús­inu fylgja ekki sér­merkt bíla­stæði. „Þetta er nýja borg­ar­skipu­lagið en það munu ekki fylgja auka­bíla­stæði með hús­inu held­ur verður lág­marks­fjöldi bíla­stæða og eru þau nú þegar flest á lóðinni.

Verið er að höfða til fólks með bíl­laus­an lífs­stíl en við telj­um meðal ann­ars að þetta sé mjög heppi­legt hús fyr­ir fólk sem starfar á Land­spít­al­an­um og í næsta ná­grenni,“ seg­ir Krist­inn Þór. Á Snorra­braut 54 er verið að grafa grunn bíla­kjall­ara og viðbygg­ing­ar við húsið.

Ásgeir J. Guðmunds­son, húsa­smíðameist­ari hjá Flot­gólfi bygg­ing­ar­verk­tök­um, seg­ir stefnt að því að af­henda íbúðirn­ar haustið 2024 en þær verða 39 tals­ins. Þá verða þrjá­tíu bíla­stæði í bíla­kjall­ar­an­um.

Hægt er að lesa um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimilld: Mbl.is