Ég veit ekki hvort svona veður kallar á lest, ég veit ekki betur en lestir geti einnig lent í vandræðum í óveðri þegar veður verða válynd eins og getur orðið hér og stundum meiri en í nágrannalöndunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
„Þetta snýst auðvitað fyrst og fremst um það hvort fluglest er gáfuleg út frá mannfjölda. Yfirleitt hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Ég held að það sé gáfulegra að byggja upp samgöngur á vegum en fara í lest,“ segir ráðherra.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, telur þörf á nýrri umhverfisvænni hugsun í samgöngum ekki síst í ljósi lokaðrar Reykjanesbrautar á dögunum sem olli miklum skaða. Hún segir aukinn mannfjölda og vaxandi þunga ferðamanna kalla á nýjar lausnir ef hagkvæmt þyki. Ríkið ætti að leiða slíkt starf.
Starfshópur er nú að störfum með aðkomu Almannavarna, Ríkislögreglustjóra, Lögreglunnar á Suðurnesjum og Vegagerðarinnar í samstarfi við fleiri aðila vegna krísunnar sem upp kom á dögunum.
„Það geta alltaf komið veður á Íslandi sem við ráðum ekki við en það var gott að enginn slasaðist alvarlega. Við leggjum á það ofuráherslu að tryggja öryggi,“ segir Sigurður Ingi.
Hann telur að hægt sé að finna umhverfisvænar lausnir á pari við rafmagnslest með hefðbundnari hættu og boðar áframhaldandi áherslu á umferð á vegum.
Heimild: Frettabladid.is