Home Fréttir Í fréttum Ráð­herra slær flug­lest út af borðinu

Ráð­herra slær flug­lest út af borðinu

152
0
Sigurður Ingi vill frekar byggja upp samgöngur á vegum en að fá fluglest. Fréttablaðið/Anton Brink

Ég veit ekki hvort svona veður kallar á lest, ég veit ekki betur en lestir geti einnig lent í vand­ræðum í ó­veðri þegar veður verða vá­lynd eins og getur orðið hér og stundum meiri en í ná­granna­löndunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhanns­son inn­viða­ráð­herra.

<>

„Þetta snýst auð­vitað fyrst og fremst um það hvort flug­lest er gáfu­leg út frá mann­fjölda. Yfir­leitt hafa menn komist að þeirri niður­stöðu að svo sé ekki. Ég held að það sé gáfu­legra að byggja upp sam­göngur á vegum en fara í lest,“ segir ráð­herra.

Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir, for­seti borgar­stjórnar, telur þörf á nýrri um­hverfis­vænni hugsun í sam­göngum ekki síst í ljósi lokaðrar Reykja­nes­brautar á dögunum sem olli miklum skaða. Hún segir aukinn mann­fjölda og vaxandi þunga ferða­manna kalla á nýjar lausnir ef hag­kvæmt þyki. Ríkið ætti að leiða slíkt starf.

Starfs­hópur er nú að störfum með að­komu Al­manna­varna, Ríkis­lög­reglu­stjóra, Lög­reglunnar á Suður­nesjum og Vega­gerðarinnar í sam­starfi við fleiri aðila vegna krísunnar sem upp kom á dögunum.

„Það geta alltaf komið veður á Ís­landi sem við ráðum ekki við en það var gott að enginn slasaðist al­var­lega. Við leggjum á það ofur­á­herslu að tryggja öryggi,“ segir Sigurður Ingi.

Hann telur að hægt sé að finna um­hverfis­vænar lausnir á pari við raf­magns­lest með hefð­bundnari hættu og boðar á­fram­haldandi á­herslu á um­ferð á vegum.

Heimild: Frettabladid.is