Home Fréttir Í fréttum Fundu eftirspurn eftir fimm stjörnu lúxus

Fundu eftirspurn eftir fimm stjörnu lúxus

160
0
Um það vil svona mun hótelið sem nú rís á Höfðanum við Grenivík út. HÖFÐI LODGE

Fimm stjörnu lúxushótel rís nú á Þengilhöfða við Eyjafjörð. Hugmyndin kviknaði í þyrluskíðamennsku á Tröllaskaga fyrir um áratug.

<>

Framkvæmdir hófust í sumar og steypuvinna er nú komin á fullt. Um er að ræða fjörutíu herbergja lúxushótel sem ber heitið Höfði Lodge

„Hugmyndin er sú að búa til alvöru og eins flott hótel og hægt er að búa til á Íslandi, ævintýrahótel,“ Björgvin Björgvinsson, framkvæmdastjóri Höfða Lodge í samtali við fréttastofu.

Markhópurinn eru efnaðir ferðamenn en hugmyndin kviknaði í þyrluskíðaferðamennsku á Tröllaskaga, sem eigendur hótelsins hafa starfrækt undanfarin áratug.

„Við byrjum í þyrluskíðamennskunni 2013 og við höfum bara fundið það hjá öllum þessum gestum sem að hafa komið til okkar að það vantar svona alvöru fimm stjörnu hótel á Norðurlandi, sem þetta verður,“ segir Björgvin.

Stefnt er að því að opna hótelið eftir um eitt ár.

Björgvin Björgvinsson, einn af eigendum Höfða Lodge. Fyrir aftan hann má sjá glitta í hótelið sem er að ría, sem og Hrísey í Eyjafirði.
VÍSIR

„Markmiðið er að opna með áramótapartýi 2023/2024, áramótin þá. Það hefur verið draumurinn en það verður bara að koma í ljós hvort að það gangi eða ekki,“ segir Björgvin.

Útsýnið af Höfðanum og náttúran í kring er einna helsti slupunkturinn.

„Það segir sig sjálft. Við stöndum hérna upp á fimmtíu metra háum kletti, beint hérna í norður þar sem sólin sest á sumrin. Þetta er algjörlega einstakur staður. Ég hef verið hérna í mörg ár upp á Höfðanum og það er enginn svona staður á Íslandi.“

Heimild: Visir.is