Home Fréttir Í fréttum Stefán og Guðmundur til Landeldis

Stefán og Guðmundur til Landeldis

213
0
Landeldi hf. hefur hafið byggingu 33 þúsund tonna leaxeldisstöðvar skammt frá Þorlákshöfn. Mynd/Landeldi hf.

Guðmund­ur Þórðar­son og Stefán Sig­urðsson ráðnir yfir fram­kvæmda­svið Land­eld­is hf. en þeir koma báðir frá fyr­ir­tæk­inu Leon­ard Nil­sen & Sønner í Nor­egi þar sem þeir hafa stýrt viðamikl­um verk­efn­um á sviði jarðgangna­gerðar síðastliðin ár.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Land­eldi hf. en fyr­ir­tækið stefn­ir að fram­leiðslu 33.500 tonna af laxi í nýrri land­eld­is­stöð sem er í bygg­ingu vest­an Þor­láks­höfn.

Stefán Sig­urðsson og Guðmund­ur Þórðar­son hafa báðir hafið störf. Sam­sett mynd/​Land­eldi

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að Guðmund­ur er húsa­smíðameist­ari og bygg­inga­tækni­fræðing­ur frá Hor­sens Ingeniør­højskole í Dan­mörku. Hann hef­ur stýrt fjölda um­fangs­mik­illa verk­efna í gegn­um tíðina sem eru mörg hver sér­hæfð, þar á meðal stækk­un ál­verk­smiðju ÍSAL, bygg­ingu fóður­verk­smiðju fyr­ir lax í Nor­egi, jarðgangna­gerð, virkj­an­ir á Íslandi og Græn­landi ásamt fjölda ann­ara verk­efna.

Stefán er Bygg­inga­verk­fræðing­ur frá Dan­mark Tekn­iske Uni­versitet ásamt því að vera bygg­inga­tækni­fræðing­ur og húsa­smiður. Hann hef­ur einnig stýrt fjölda verk­efna m.a. jarðganga­gerð í Nor­egi, fisk­vinnslu­hús á Dal­vík, út­lögn á frá­veitu­lögn frá landi og út í sjó við Grinda­vík og fjöldi ann­ara verk­efna.

„Við Stefán Sig­urðsson höf­um fylgst með ut­an­frá hvernig Land­eldi í Þor­láks­höfn hef­ur þró­ast. Við höf­um heill­ast af verk­efn­inu, bæði stærð verk­efn­is­ins og já­kvæðu þýðingu þess. Verk­efnið er um­fangs­mikið og tel­ur upp­bygg­ing­ar­svæðið um 33 ha í Þor­láks­höfn. Við erum full­ir til­hlökk­un­ar og framund­an eru mjög áhuga­verðir og spenn­andi tím­ar“ er haft eft­ir Guðmundi.

Guðmund­ur og Stefán hófu báðir störf hjá Land­eldi 1. janú­ar.

Heimild: Mbl.is