Home Fréttir Í fréttum Sjóður frá Abú Dabí eignast Edition-hótelið við Austurhöfn

Sjóður frá Abú Dabí eignast Edition-hótelið við Austurhöfn

126
0
Marriott Edition hótelið við Austuhöfn. Ljósmynd/Aðsend

Fjár­fest­inga­fé­lagið ADQ, sem er einn af þjóðarsjóðum Abú Dabí, hef­ur fest kaup á eign­ar­hlut SÍA III, sjóðs í stýr­ingu Stefn­is, í Reykja­vík Ed­iti­on-hót­el­inu við Aust­ur­höfn. Þá hef­ur ADQ einnig keypt hluti annarra hlut­hafa, sem eru bæði líf­eyr­is­sjóðir og einka­fjár­fest­ar, en það var eign­ar­halds­fé­lagið Mandó­lín hf. sem átti um 70% hlut í hót­el­inu.

<>

Frá þessu er greint á vef Stefn­is en áður hef­ur verið fjallað um áhuga ADQ á hót­el­inu. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hafa viðræður staðið yfir um sölu á eign­ar­hlut­in­um í um hálft annað ár. Kaup­verðið er ekki gefið upp á heimsíðunni.

Carpenter & Co. sem hef­ur verið meðeig­andi Mandó­lín í verk­efn­inu, mun halda hlut sín­um í fé­lag­inu eft­ir því sem fram kem­ur á vef Stefn­is, og eng­ar breyt­ing­ar verða á rekstri Reykja­vík Ed­iti­on sem áfram verður rekið af Marriott In­ternati­onal.

Sex­tán hót­el und­ir merkj­um Ed­iti­on

Þá kem­ur einnig fram að sal­an sé í sam­ræmi við þá sýn SÍA III að hót­elið myndi vekja áhuga er­lendra lang­tíma­fjár­festa sem sjá tæki­færi í því að taka þátt í frek­ari framþróun ferðamannaiðnaðar hér á landi.

Marriott Ed­iti­on-hót­elið opnaði haustið 2021 og er eitt glæsi­leg­asta hót­el lands­ins. Fram­kvæmd­ir við hót­elið tóku lengri tíma en áætlað var í upp­hafi og reynd­ust að sama skapi kostnaðarsam­ari, meðal ann­ars vegna heims­far­ald­urs.

Hót­elið í Reykja­vík er þó ekki fyrsta hót­elið sem þjóðarsjóðir Abú Dabí kaupa, því ann­ar sjóður, Abu Dhabi In­vest­ment Aut­ho­rity, hef­ur keypt Marriott Ed­iti­on-hót­el í Flórída, í New York og í London.

Marriott-hót­elkeðjan rek­ur nokk­ur vörumerki und­ir sín­um merkj­um, en Ed­iti­on-hót­el­in – ásamt W-hót­el­un­um – eru það sem kalla má háklassa­hót­el sem ein­blína á fá­gæt­is­ferðamenn. Aðeins 16 hót­el eru rek­in und­ir merkj­um Ed­iti­on merk­is­ins en stefnt er að opn­un þriggja til viðbót­ar á næstu árum.

Heimild: Mbl.is