Home Fréttir Í fréttum Nokkur tilboð hafa borist í Strandgötu 17 á Akureyri

Nokkur tilboð hafa borist í Strandgötu 17 á Akureyri

241
0
Nokkur tilboð hafa borist í Strandgötu 17

Standgata 17 var á dögunum auglýst til sölu en bæjarstjórn Akureyrar ákvaða að selja húsið sem stendur á góðum stað í bænum. Kvaðir fylgja kaupunum sbr eftirfarandi sem var að finna í söluyfirliti með þessari eign.

<>

,,Vakin er athygli á því að kvöð er á húsinu um að hluti þess skuli rifinn innan árs og það byggt í stíl við upprunalegt hús sem á lóðinni stóð fyrir 1908.

Viðbygging til vesturs verði rifin til að rýma fyrir gönguleið meðfram Glerárgötu. Þá skal einnig rífa viðbyggingu til norðurs en byggingarár hennar er óþekkt.

Þá skal fyrirkomulag á gluggum vera fært til upprunalegs horfs. Auk þess skal hið sama gert með ytra og innra byrði útveggja hússins, liggjandi timburpanel. Þá skal innréttuð ein íbúð í húsinu“.

Þrátt fyrir þessar kvaðir er áhugi á húsinu  og hafa  að sögn Björns Guðmundssonar á  Fasteignasölunni Byggð nokkur tilboð borist,  ,, það bárust nokkur tilboð sem bíða endanlegrar afgreiðslu hjá bænum þannig að það er of fljótt að ræða mikið um þá eign“ sagði Björn aðspurður.

Heimild: Vikublaðið.is