
Verið er að fara yfir staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar í stað stöðvarinnar á Tunguhálsi í Reykjavík.
Nýjar athuganir á viðbragðstíma staðfesta það sem áður hefur verið gefið út að æskilegasta staðsetning nýrrar slökkvistöðvar er við Breiðholtsbraut í tengslum við væntanlegan Arnarnesveg. Þar er hins vegar ekki nein lóð á lausu og eru þau mál í athugun.
Lengi hefur verið rætt um staðsetningu og byggingu nýrrar slökkvistöðvar í stað stöðvarinnar á Tunguhálsi. Málið var komið á framkvæmdaáætlun byggðasamlags um slökkviliðið á árinu 2021 en komst ekki til framkvæmda þá.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is