Home Fréttir Í fréttum Tafir á stáli seinka nýrri Gilsárbrú í Skriðdal

Tafir á stáli seinka nýrri Gilsárbrú í Skriðdal

155
0
Frá framkvæmdum í haust. Mynd: Austurfrett.is

Tafir á komu stáls til landsins hafa valdið nokkurra vikna seinkunn á nýrri brú yfir Gilsá í Skriðdal. Framkvæmdirnar hafa þó almennt gengið vel.

<>

Ólag hefur verið á birgðakeðjum heims vegna fyrst Covid-faraldursins og síðan stríðs Rússa gegn Úkraínu sem meðal annars kemur fram í brúargerðinni.

Sveinn Sveinsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi, segir að upphaflega hafi átt að smíða stálið í brúna erlendis en að lokum hafi verið ákveðið að flytja stálið inn og smíða hjá Myllunni á Egilsstöðum.

Þetta veldur einhverjum töfum á framkvæmdunum. Upphaflega stóð til að brúin yrði tilbúin fyrri part næsta sumars en nú er útlit fyrir að það tefjist fram eftir sumri. Það skýrist nánar þegar framkvæmdir hefjast aftur í vor.

Sveinn segir framkvæmdir í haust annars hafa fengið vel. Búið er að steypa stöpla og undirstöður og þegar vorar verður byrjað að reisa stálvirkið og síðan haldið áfram að byggja brúna.

Heimild: Austurfrett.is