Home Fréttir Í fréttum Löggilding iðngreina afnumin

Löggilding iðngreina afnumin

235
0
Iðngreinar skósmíði og skóviðgerða voru sameinaðarískóiðn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, hef­ur gefið út breyt­ingu á reglu­gerð um lög­gilt­ar iðngrein­ar. Lög­gild­ing 16 iðngreina er ým­ist felld niður eða þær sam­einaðar öðrum iðngrein­um.

<>

Þær eru:

Feldsk­urður, glerslíp­un og spegla­gerð, hattasaum­ur, hljóðfæra­smíði, klæðskurður karla (sem sam­ein­ast klæðskurði), let­ur­gröft­ur, myndsk­urður, skó­smíði (sam­ein­ast skó­smíðaiðn), skóviðgerðir (sam­ein­ast skó­smíðaiðn), málm­steypa, móta­smíði, skipa- og báta­smíði (sam­ein­ast húsa­smíði), stál­skipa­smíði (sam­ein­ast stál­smíði), stál­virkja­smíði (sam­ein­ast stál­smíði), al­menn ljós­mynd­un (sam­ein­ast ljós­mynd­un) og per­sónu­ljós­mynd­un (sam­ein­ast ljós­mynd­un). Jafn­framt er „klæðskurði kvenna“ breytt í „klæðskurð“.

„Við höf­um fundað með stjórn­völd­um og mót­mælt þessu. Það hef­ur verið mik­ill sam­hljóm­ur á milli okk­ar og Sam­taka iðnaðar­ins gegn þessu,“ seg­ir Guðmund­ur Helgi Þór­ar­ins­son, formaður vél­stjóra og málm­tækni­manna. Í fé­lag­inu eru m.a. skipa- og báta­smiðir. „Við vilj­um meina að ef maður sem ekki kann að smíða skip út stáli eða tré ger­ir það þá geti verið lífs­hættu­legt að fara þar um borð.“

Guðmund­ur seg­ir sagt að Ísland sé að fylgja Evr­ópu í þess­um breyt­ing­um. „En við erum að fara í þetta þegar Evr­ópa er að bakka út úr þessu. Þjóðverj­arn­ir fengu t.d. alls kon­ar „iðnaðar­menn“ yfir sig sem voru með ein­hverja stimpla en litla mennt­un.“

Heimild: Mbl.is