Home Fréttir Í fréttum Færeyingar hefja byggingu þjóðarhallarinnar

Færeyingar hefja byggingu þjóðarhallarinnar

101
0
Svona á nýja höllin, Föroya Arena, að líta út.

Fyrsta skóflu­stung­an að nýrri þjóðar­höll Fær­ey­inga verður tek­in í fyrra­málið en hún mun rísa í Hoy­vík, út­hverfi Þórs­hafn­ar.

<>

Föroya Ar­ena, eins og höll­in á að heita, verður heima­völl­ur fær­eyskra landsliða í hand­bolta, blaki, körfu­bolta, bar­dag­aíþrótt­um, borðtenn­is, tenn­is, badm­int­on, dansi, bog­fimi og snóker.

Í höll­inni verða sæti fyr­ir 3.600 manns og stæði fyr­ir allt að 4.600 manns. Fyr­ir­hugað er að þar verði einnig haldn­ir tón­leik­ar, ráðstefn­ur og aðrir menn­ing­ar­viðburðir.

Áætlaður kostnaður við höll­ina er 243 millj­ón­ir danskra króna, eða tæp­ir 5 millj­arðar ís­lenskra króna, og hún á að vera til­bú­in eft­ir rúm­lega tvö ár, eða í janú­ar árið 2025.

Höll­in á Hálsi er nú­ver­andi keppn­is­hús fyr­ir helstu inni­grein­ar Fær­ey­inga.

Höll­in á Hálsi er aðal­keppn­is­hús Fær­ey­inga en það er á und­anþágu í sum­um grein­um, eins og t.d. í hand­bolt­an­um.

Heimild: Mbl.is