Home Fréttir Í fréttum Íbúðaverð hækkar og hækkar – Fasteignamat íbúða hækkaði um 303 milljarða

Íbúðaverð hækkar og hækkar – Fasteignamat íbúða hækkaði um 303 milljarða

75
0

Íbúðaverð hefur á undanförnum tólf mánuðum hækkað um 8,9 prósent, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Vísi­tala íbúðaverðs á höfuðborg­ar­svæðinu hækkaði um 1,4 prósent í des­em­ber á síðasta ári miðað við fyrri mánuð og stóð í 448,5 stig­um. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísi­tal­an um 2,3 prósent og síðastliðið hálft ár hækkaði hún um 4,7 prósent.

<>

Sé horft sérstaklega til Fasteignamats íbúða í landinu, sem fundið er út með upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum, þá hækkaði fasteignamat íbúðarhúsnæðis um 7,5 prósent milli fasteignamatsins fyrir árið 2015 og síðan 2016. Fasteignamat íbúða í landinu nam 3.540 milljörðum í matinu fyrir árið 2015, en fyrir árið 2016 var það 3.843 milljarðar, samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár.

Flestar spár fyrir næstu ár gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun fasteignaverðs, og má nefna að greining Arion banka gerir ráð fyrir sjö til átta prósent hækkun á ári út næsta ár.

Það skiptir miklu máli vaxandi eftirspurn eftir litlum og meðalstórum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu.

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu frá 15. janúar til og með 21. janúar 2016 var 154, samkvæmt tölum sem Þjóðskrá birti í dag. Þar af voru 113 samningar um eignir í fjölbýli, 31 samningur um sérbýli og 10 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 7.038 milljónir króna og meðalupphæð á samning 45,7 milljónir króna.

Heimild: Kjarninn.is