Home Fréttir Í fréttum Vinna stendur yfir við endurbætur á syðri hluta Kaupfélagshússins á Húsavík

Vinna stendur yfir við endurbætur á syðri hluta Kaupfélagshússins á Húsavík

275
0
Mynd: Gb5 ehf

Vinna við endurbætur á Garðari, syðri hluta Kaupfélagshússins, er í aðalatriðum skv áætlun. Búið er að hreinsa innan úr kjallara og jarðhæð þ.m.t. að fjarlæga gólf/loft þar á milli.

<>
Mynd: Gb5 ehf

Nokkur vinna er eftir í kjallaranum áður en hægt verður að hefjast handa við að byggja aftur upp nýtt gólf. Vinna við að hreinsa innan úr annarri hæð stendur yfir. Búið er að taka grunn fyrir nýja viðbyggingu, kjallara og eina hæð.

Mynd: Gb5 ehf

Um er að ræða viðamikið og metnaðarfullt verkefni sem eigandi hússins, Gb5 ehf stendur fyrir. Megintilgangur með þessu stóra verkefni er að endurnýja og færa húsið til nútímans, en hafa þó í heiðri sögu þess og útlit eins og áður hefur verið vikið að.

Mynd: Gb5 ehf

Þannig verður t.d. gólf jarðhæðar ekki lengur á stöllum eins og var, og í sömu hæð og í anddyrinu.

Útibú Íslandsbanka mun síðan flytja á jarðhæð Kaupfélagshússins (Garðar) þegar framkvæmdum lýkur.

Mynd: Gb5 ehf

Gb5 ehf er fasteignafélag sem rekur Kaupfélagshúsið á Húsavík sem miðstöð þekkingar, þjónustu, verslunar og mannlífs þar sem styrkurinn felst m.a. í staðsetningunni, aðstöðunni og sögunni.

Heimild: Facebook síða Gb5