Home Fréttir Í fréttum Tveimur skot­bóm­u­lyfturum stolið

Tveimur skot­bóm­u­lyfturum stolið

250
0
Annar skotbómulyftarinn er rauður Manitou líkt og þessi. Þetta er þó sennilega ekki lyftarinn sem um ræðir. FACEBOOK/VERKFÆRI EHF.

Upp úr klukkan tíu í morgun var tilkynnt um stuld á skotbómulyftara af byggingarsvæði í Garðabæ. Það væri kannski ekki í frásögur færandi ef önnur tilkynning sama efnis hefði ekki borist tuttugu mínútum seinna.

<>

Klukkan hálf ellefu í dag var tilkynnt um þjófnað á skotbómulyftara í Dugguvogi. Lyftaranum, sem er rauður og af gerðinni Manitou, var stolið um helgina. Þjófnaðurinn uppgötvaðist þegar starfsmenn söknuðu lyftarans við komu til vinnu. Þetta segir í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir daginn.

Lyftarinn, sem stolið var úr Garðabæ, er blár að lit og af gerðinni Genie.

Heimild: Visir.is