Iðnaðarbygging í Suðurmæri í norska fylkinu Mæri og Raumsdal hrundi að stórum hluta í nótt. Slökkvilið var kallað út eftir að brunaboði fór í gang í húsinu sem er á Valdereyju.
Norska ríkisútvarpið greinir frá því að í stað eldsvoða hafi slökkviliðið gengið fram á hálfhrunið hús en sérstaklega er tekið fram að enginn virðist hafa verið innanhúss.
Tor André Gram Franck, aðgerðastjóri hjá lögreglunni, segir útlit fyrir að þak hússins hafið látið undan þunga en það var notað sem vörugeymsla.
Heimild: Ruv.is