Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Ný reið­höll mun rísa í Hafnar­firði

Ný reið­höll mun rísa í Hafnar­firði

237
0
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar handsala samning um uppbyggingu reiðhallar. Hér með Helgu Ingólfsdóttur bæjarfulltrúa og Atla Má Ingólfssyni framkvæmdastjóra Sörla. Aðsend mynd

Þann 29. nóvember síðast­liðinn undir­rituðu Hafnar­fjarðar­bær, Eykt og Sörli samning um um byggingu nýrrar reið­hallar fyrir Hesta­manna­fé­lagið Sörla.

<>

Ráð­gert er að fram­kvæmdir hefjist í apríl 2023 og með á­ætluðum lokum fram­kvæmda á árinu 2025.

Á­ætlanir gera ráð fyrir að reið­gólf hallarinnar verði til­búið til notkunar í janúar 2024 þó á­fram verði unnið í öðrum hlutum verksins.

Á­ætlað er að nýja reið­höllin muni gjör­breyta að­stöðu hesta­fólks hjá Sörla og opna á ný tæki­færi fyrir móta­hald innan­dyra.

Tals­menn Hafnar­fjarðar­bæjar segja að til­koma nýrrar byggingar muni hjálpa fé­laginu að bjóða upp á enn betra starf í upp­byggingu barna- og ný­liðunar­starfsins og auka mögu­leika á kennslu og föstum æfingum fyrir fé­lags­menn Sörla.

Heimild: Frettabladid.is