Þann 29. nóvember síðastliðinn undirrituðu Hafnarfjarðarbær, Eykt og Sörli samning um um byggingu nýrrar reiðhallar fyrir Hestamannafélagið Sörla.
Ráðgert er að framkvæmdir hefjist í apríl 2023 og með áætluðum lokum framkvæmda á árinu 2025.
Áætlanir gera ráð fyrir að reiðgólf hallarinnar verði tilbúið til notkunar í janúar 2024 þó áfram verði unnið í öðrum hlutum verksins.
Áætlað er að nýja reiðhöllin muni gjörbreyta aðstöðu hestafólks hjá Sörla og opna á ný tækifæri fyrir mótahald innandyra.
Talsmenn Hafnarfjarðarbæjar segja að tilkoma nýrrar byggingar muni hjálpa félaginu að bjóða upp á enn betra starf í uppbyggingu barna- og nýliðunarstarfsins og auka möguleika á kennslu og föstum æfingum fyrir félagsmenn Sörla.
Heimild: Frettabladid.is