Home Fréttir Í fréttum Færri kaupa sína fyrstu fasteign

Færri kaupa sína fyrstu fasteign

154
0
Fyrstu kaupendum fjölgaði ört í faraldrinum en fækkaði eftir stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. mbl.is/Sigurður Bogi

Hlut­fall fyrstu kaup­enda íbúða hef­ur minnkað á síðustu mánuðum, að því er fram kem­ur í Hag­sjá Lands­bank­ans. Nýj­um verðtryggðum lán­um fjölg­ar en meiri­hluti úti­stand­andi íbúðalána alls, óháð lán­veit­anda, er óverðtryggður.

<>

Hækk­andi hús­næðis­verð, hærri vext­ir og þrengri lánþega­skil­yrði hafa gert fólki erfiðara um vik að kom­ast inn á fast­eigna­markaðinn. Íbúðaverð hef­ur hækkað um 50% á þrem­ur árum, stýri­vext­ir hafa verið hækkaðir úr 0,75% í 6% á einu og hálfu ári og Seðlabank­inn hef­ur hert þær kröf­ur sem gerðar eru til nýrra lánþega, bæði hvað varðar veðsetn­ingu og greiðslu­byrði.

Eft­ir því sem vext­ir hafa hækkað og Seðlabank­inn þrengt lánþega­skil­yrðin hef­ur hlut­fall fyrstu kaup­enda farið lækk­andi.

Hlut­fall veðsetn­ing­ar farið lækk­andi
Í júní 2021 lækkaði Seðlabank­inn 85% há­marks­veðsetn­ing­ar­hlut­fall í 80% fyr­ir alla nema fyrstu kaup­end­ur. Ári síðar var það svo einnig lækkað fyr­ir fyrstu kaup­end­ur, úr 90% í 85%.

Frá miðju ári 2020 fram á þriðja árs­fjórðung 2021 hef­ur þá um 20-25% af fjár­hæð lán­veit­inga til fyrstu kaup­enda verið með veðsetn­ing­ar­hlut­fall yfir 85%. Hlut­fallið hef­ur þó farið lækk­andi síðan, en sér­stak­lega hratt eft­ir að regl­urn­ar voru sett­ar.

Heimild: Mbl.is