Home Fréttir Í fréttum Uppsteypa Höfða hafin

Uppsteypa Höfða hafin

156
0
Hótelið er 6.000 fermetrar, 140 metrar að lengd og á fjórum hæðum. 40 herbergi verða á hótelinu. Tölvuteikning/Höfði Lodge

Nýtt og glæsi­legt lúx­us­hót­el, Höfði Lod­ge, er byrjað að taka á sig mynd uppi á Þengils­höfða, 50 metra háum kletti, 800 metr­um frá Greni­vík í Eyjaf­irði. Björg­vin Björg­vins­son, einn eig­enda hót­els­ins, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að und­ir­bún­ing­ur­inn hafi tekið 8-9 ár.

<>

„Ég og sam­starfsmaður minn, Jó­hann Hauk­ur Haf­stein, byrjuðum með þyrlu­skíðafyr­ir­tækið Vik­ing Heliski­ing árið 2013, fyrst á Ólafs­firði og síðar á Sigluf­irði, en mark­miðið var alltaf að reisa okk­ar eigið hót­el hér á Greni­vík,“ seg­ir Björg­vin.

Glæsi­leg­ur bar á efstu hæðinni með út­sýni yfir Eyja­fjörðinn.

Hót­elið mun m.a. þjóna sem höfuðstöðvar þyrlu­skíðastarf­sem­inn­ar.

Björg­vin seg­ir að jörðin sem hót­elið rísi á hafi verið í eigu fjöl­skyldu eig­in­konu sinn­ar. Þar hafi áður verið stunduð kart­öflu­rækt.

„Ég vissi alltaf af þess­ari jörð. Tengdapabbi geymdi hesta þarna eft­ir að rækt­un var hætt. Það var svo fyr­ir þrem­ur árum að ég ákvað að ráðast í verk­efnið. Aðdrag­and­inn er bú­inn að vera mjög lang­ur.“

Heimild: Mbl.is