Home Fréttir Í fréttum Gjaldþrot umdeildrar starfsmannaleigu nam 320 milljónum króna

Gjaldþrot umdeildrar starfsmannaleigu nam 320 milljónum króna

186
0
Erlent verkafólk kemur margt hvert til landsins fyrir tilstillan starfsmannaleiga. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti. VÍSIR/VILHELM

Um tuttugu milljónir króna fengust greiddar af forgangskröfum í þrotabú starfsmannaleigunnar Verkleigunnar. Forsvarsmaður fyrirtækisins fékk tveggja ára dóm fyrir tveimur árum fyrir skattsvik.

<>

Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að Verkleigan hafi verið tekin til gjaldþrotaskipta í maí 2018. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 320 milljónum króna en 152 milljónir voru forgangskröfur.

Ingimar Skúli Sævarsson var framkvæmdastjóri Verkleigunnar. Hann var í nóvember 2018 dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sem stjórnandi og eigandi leigunnar komið sér undan að greiða um 87 milljónir króna í skatta árið 2017.

Ingimar Skúli stofnaði starfsmannaleiguna Verkleiguna með Höllu Rut Bjarnadóttur árið 2016. Svo fór að miklar deilur sköpuðust milli þeirra tveggja sem stofnuðu nýjar leigur í kjölfar gjaldþrots Verkleigunnar.

Ingimar Skúli stofnaði Manngildi og Halla Rut starfsmannaleiguna Menn í vinnu. Báðar starfsmannaleigunnar hafa komist í fréttirnar síðan þá. Lögregla hafði Manngildi til rannsóknar um tíma vegna gruns um að hafa notað fölsuð vegabréf til að útvega erlendu verkafólki atvinnu.

Heimild: Visir.is