Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við nýja flugstöð á Akureyrarflugvelli Afhending á stáli í burðarvirkið...

Framkvæmdir við nýja flugstöð á Akureyrarflugvelli Afhending á stáli í burðarvirkið tefst fram í mars á næsta ári

100
0
Viðgerð stendur yfir á þaki flugstöðvar Mynd: Vikublaðið

„Það er mjög leitt þegar seinkun er á öllum aðföngum en það gildir um allan heim, staðan er erfið.

<>

Það hillir þó undir þessa mikilvægu viðbót við Akureyrarflugvöll, segir Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla en ljóst er að tafir verða á framkvæmdum við byggingu nýrrar flugstöðvar.

Stefnt er að því að hún verði opnuð vorið 2024.

Sigrún Björk segir ánægjulegt að verkefni við nýtt flughlað gangi vel. Verið er að leggja lagnir fyrir ljós og frárennsli um þessar mundir.

„Milda vetrarveðrið hefur auðveldað verkefnið þannig að því miðar vel áfram,“ segir hún.

„Við munum bjóða út malbikið á hlaðinu  núna í kringum áramótin og það verður lokahnykkurinn á framkvæmdinni næsta sumar.“

Heimild: Vikudagur.is