Home Fréttir Í fréttum Skrifað undir samning vegna umsjónar og framkvæmdaeftirlits vegna byggingar sjúkrahótels

Skrifað undir samning vegna umsjónar og framkvæmdaeftirlits vegna byggingar sjúkrahótels

180
0

 

<>

Nýr Landspítali ohf. og Verkís hf. hafa skrifað undir samning vegna umsjónar og framkvæmdaeftirlits vegna byggingar sjúkrahótels á Landspítala Hringbraut.
Samninginn undirrituðu Gunnar Svavarsson fyrir hönd nýs Landspítala, Sveinn Ólafsson frá Verkís hf. og Halldóra Vífilsdóttir fyrir hönd Framkvæmdasýslu ríkisins.
Sjúkrahótelið er hluti af fyrsta áfanga heildaruppbyggingar Nýs Landspítala (NLSH) við Hringbraut. Það rís á norðurhluta lóðar spítalans milli kvennadeildar, K-byggingar og Barónsstígs og verður tekið í notkun árið 2017.

Heimild: Nýr landspítali