Home Fréttir Í fréttum Ólafur Ólafsson vill byggja hótel við Suðurlandsbraut 18

Ólafur Ólafsson vill byggja hótel við Suðurlandsbraut 18

270
0

Skipu­lags­yf­ir­völd í Reykja­vík hafa aug­lýst nýtt deili­skipu­lag lóðar­inn­ar á Suður­lands­braut 18. Breyt­ing­in fel­ur í sér viðbygg­ingu og heim­ild til að hafa hót­el í hús­inu.

<>

Hafa eig­end­ur þess látið teikna mynd af bygg­ing­unni eft­ir stækk­un. Á henni er gert ráð fyr­ir að hót­el sé í hús­inu, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Sam­kvæmt fast­eigna­skrá er hús­eign­in í eigu eign­ar­halds­fé­lags­ins Fest­is. Sam­kvæmt fyr­ir­tækja­skrá Cred­it­in­fo er það fé­lag í 100% eigu hol­lenska fé­lags­ins SMT Partners B.V. Fjallað var um fé­lagið SMT Partners B.V. í Viðskipta­blaðinu hinn 27. janú­ar 2010 og var um­fjöll­un­ar­efnið end­ur­skipu­lagn­ing á fjár­hag Sam­skipa með viðskipta­bönk­um fé­lags­ins. „Niðurstaða ligg­ur fyr­ir og hef­ur SMT (Sam­skip Mana­gement Team) Partners, sem er í fé­lag í eigu Ólafs Ólafs­son­ar kaup­sýslu­manns og stjórn­enda Sam­skipa, eign­ast tæp­lega 90% í Sam­skip­um með því að leggja til aukið hluta­fé,“ sagði í frétt Viðskipta­blaðsins.

Fé­lagið Fest­ir á fleiri fast­eign­ir. Má þar nefna Krók­háls 11 en Bílaum­boðið Askja er þar nú með aðset­ur. Þá á Fest­ir um sjö þúsund fer­metra fast­eign í Kjalar­vogi 10 við Sunda­höfn. Þess­ar tvær eign­ir, ásamt Suður­lands­braut 18, voru með yf­ir­lýs­ingu um eig­enda­skipti færðar úr fé­lag­inu Fest­ingu til Fest­is.

Fé­lagið Fest­ing er nú skráður eig­andi hús­eign­ar­inn­ar Kjalar­vogs 7-15 en þar eru höfuðstöðvar Sam­skipa.

Heimild: Mbl.is