Home Fréttir Í fréttum Íbúðaverð sem hlutfall af launum ekki hærra í 15 ár

Íbúðaverð sem hlutfall af launum ekki hærra í 15 ár

67
0
Eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði er enn að dragast saman. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íbúðaverð sem hlut­fall af laun­um er nú orðið hærra en þegar það var hæst um haustið 2007. Þetta á við bæði á höfuðborg­ar­svæðinu, ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um þess og ann­ars staðar á lands­byggðinni. Þetta kem­ur fram í nýbirt­um töl­um Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS).

<>

„Helstu vís­ar um stöðu mála á fast­eigna­markaði gefa til kynna að eft­ir­spurn eft­ir íbúðar­hús­næði sé enn að drag­ast sam­an. Kóln­un á fast­eigna­markaði þýðir þó ekki að hann sé fros­inn eins og á ár­un­um eft­ir hrun held­ur virðast aðstæður lík­ari því sem var 2019 og 2020,“ seg­ir í skýrslu hag­deild­ar HMS.

Hlut­fall íbúða sem selst yfir ásettu verði hef­ur farið ört lækk­andi frá því í júní síðastliðnum. Hlut­fallið mæld­ist 24,6% á höfuðborg­ar­svæðinu í októ­ber sam­an­borið við 32,9% í sept­em­ber og 46,6% í júlí og hef­ur ekki mælst svo lágt síðan í októ­ber 2020.

Hver aug­lýs­ing fær nú færri smelli

Þá kem­ur fram, að hver fast­eigna­aug­lýs­ing fái að jafnaði um­tals­vert færri smelli nú en áður sem gefi til kynna að færri séu að leita sér að íbúð.

„Í byrj­un fe­brú­ar, þegar fram­boð íbúða var í lág­marki, fékk hver aug­lýs­ing á höfuðborg­ar­svæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóv­em­ber var sú tala kom­in niður í 42.“

Auk­inn þrýst­ing­ur á leigu­verð

Fram kem­ur að hækk­an­ir leigu­verðs séu enn nokkuð hóf­leg­ar miðað við vísi­tölu leigu­verðs fyr­ir októ­ber­mánuð en að auk­inn þrýst­ing­ur geti komið með frek­ari um­svif­um í ferðaþjón­ustu. Á síðustu 12 mánuðum hef­ur leiga hækkað um 8,4% sem er minna en hækk­un al­menns verðlags.

Þá er hluti ráðstöf­un­ar­tekna leigj­enda sem fer að jafnaði í leigu um það bil 28% sem er fjórða hæsta hlut­fallið í lönd­um OECD en þó sam­bæri­legt hinum Norður­lönd­un­um.

Heimild: Mbl.is