Home Fréttir Í fréttum Hafna umsókn Samherja um byggingarleyfi

Hafna umsókn Samherja um byggingarleyfi

171
0
Grindavíkurbær hafnaði umsókn Samherja þar sem hún var ekki í samræmi við deiliskipulag. mbl.is/Sigurður Bogi

Skipu­lags­nefnd Grinda­vík­ur­bæj­ar hef­ur hafnað um­sókn Sam­herja um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir seiðahús við Lax­eld­is­stöðina Stað vest­an Grinda­vík­ur.

<>

Ástæðan er að áformin sam­ræm­ast ekki gild­andi deili­skipu­lagi fyr­ir svæðið.

Fram kem­ur í fund­ar­gerð skipu­lags­nefnd­ar að bygg­ing­in sé staðsteypt með ylein­ing­ar á þaki. Þá er stærð húss­ins 2.743,1 fer­metr­ar, en 250 fer­metr­ar af bygg­ing­unni fara út fyr­ir bygg­ing­ar­reit.

„Skipu­lags­nefnd bein­ir því til um­sækj­anda að senda inn til­lögu að breyttu deili­skipu­lagi til nefnd­ar­inn­ar,“ seg­ir í fund­ar­gerðinni.

Sam­herji fisk­eldi áform­ar stór­fellda upp­bygg­ingu land­eld­is á Reykja­nesi og er seiðahúsið hluti af þeirri fjár­fest­ingu.

Heilt fyr­ir hyggst sam­herji fjár­festa um 60 millj­örðum í eldi á kom­andi árum og er gert ráð fyr­ir að komið verður á lagg­irn­ar um 40 þúsund tonna land­eld­is­stöð á Reykja­nesi, en bygg­ing seiðaeld­is­stöðvar­inn­ar er fjár­fest­ing fyr­ir um það bil millj­arð króna.

Heimild: Mbl.is