Home Fréttir Í fréttum Í­búar þreyttir á há­vaða­sömum sprengingum

Í­búar þreyttir á há­vaða­sömum sprengingum

131
0
Í­búar Laugar­nes­hverfis eru margir hverjir orðnir lang­þreyttir á há­vaða og sprengingum sem berast frá vinnu­svæði við Grand Hótel, á svo­kölluðum Blóma­vals­reit. Fréttablaðið/Samsett

Í­búar Laugar­nes­hverfis eru margir hverjir orðnir lang­þreyttir á há­vaða og sprengingum sem berast frá vinnu­svæði við Grand Hótel, á svo­kölluðum Blóma­vals­reit.

<>

Sam­kvæmt deili­skipu­lagi frá Reykja­víkur­borg er verið að byggja þar yfir eitt hundrað í­búðir í sex fjöl­býlis­húsum í kringum inn­garð, auk við­byggingar við Grand Hótel.

Íbúi á svæðinu skrifaði færslu í Face­book hópinn Laugar­nes­hverfi, þar sem hún segist hafa sent form­lega á­bendingu til Reykja­víkur­borgar vegna há­vaðans, sem að hennar sögn trufli svefn­frið íbúa, þá sér­stak­lega um helgar. Reykja­víkur­borg hafi svarað.

„Eftir­lits­deild þakkar á­bendinguna. Búið er að hafa sam­band við byggingar­stjórann og hann upp­lýstur um að þær fram­kvæmdir sem falla undir að vera veru­lega há­vaða­samar, s.s. sprengingar og gröftur, eru ekki heimilaðar um helgar. Hann brást vel við og ætlar að bæta úr þessu,“ segir í svari Eftir­lits­deildar Reykja­víkur­borgar.

Fjöl­margir þakka máls­hefjanda fyrir að hafa gengið í málið.

„Vel gert, takk fyrir að hafa sam­band!“ segir í einni athugasemdinni.

„Þetta var ó­boð­legt sl. laugar­dag,“ segir önnur.

Heimild: Frettabladid.is