Home Fréttir Í fréttum Sverrir Halldór þarf að greiða 240 milljón króna sekt

Sverrir Halldór þarf að greiða 240 milljón króna sekt

296
0
Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sverrir Halldór Ólafsson í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalögum við rekstur nokkurra félaga.

<>

Að auki þarf Sverrir Halldór að greiða 240 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Ef sektin verður ekki greidd innan fjögurra vikna þarf Sverrir Halldór að afplána 360 daga fangelsisdóm. Morgunblaðið greindi frá.

DV greindi frá gjaldþroti starfsmannaleigunnar Ztrong Balkan ehf. í nóvember 2020 sem var í eigu Sverris Halldórs. Lýstar kröfur í búið námu 155 milljónum króna en engar eignir fundust í búinu.

Í fréttinni kom fram að félagið hafði ekki staðið skil á opinberum gjöldum og eigandinn sætti rannsókn héraðssaksóknara.

Heimild: Dv.is