Home Fréttir Í fréttum Fá ekki að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir í Valshverfinu

Fá ekki að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir í Valshverfinu

242
0
Óskað var eftir heimild til að innrétta íbúðir í húsinu. Þær áttu að snúa að Arnarhlíð og Smyrilshlíð. Morgunblaðið/sisi

Ekki fæst leyfi hjá Reykja­vík­ur­borg til að breyta at­vinnu­rým­um á 1. hæð húss í Vals­hverf­inu á Hlíðar­enda í íbúðir.

<>

Niðurstaða skipu­lags­full­trúa var sú að slík breyt­ing sam­rýmd­ist ekki mark­miðum aðal­skipu­lags um að skapa lif­andi borg­ar­um­hverfi í götu­rými borg­argatna.

Erfiðlega hef­ur gengið að fá fyr­ir­tæki til að hefja starf­semi í Vals­hverf­inu, en þar hef­ur verið gíf­ur­leg upp­bygg­ing á síðustu árum. Aðeins hafa þrjú fyr­ir­tæki haslað sér þar völl enn sem komið er.

Í frétt í Morg­un­blaðinu 3. nóv­em­ber sl. var vitnað í ný­lega bók­un íbúaráðs Miðborg­ar og Hlíða um að þúsund­ir fer­metra af at­vinnu­hús­næði standi enn auðar á jarðhæðum hverf­is­ins og virðist lítið bóla á breyt­ing­um í þeim efn­um. Þetta hef­ur reynd­ar verið vanda­mál í fleiri nýj­um hverf­um borg­ar­inn­ar.

Það voru Alark arki­tekt­ar fyr­ir hönd NH eigna ehf. sem sendu fyr­ir­spurn til borg­ar­inn­ar í sept­em­ber sl. um nýt­ingu at­vinnu­rýma á 1. hæð húss­ins Arn­ar­hlíð 2. Hús­eig­and­inn vildi kanna hvort nýta mætti hús­eign­ina frek­ar en hún stæði auð eng­um til gagns.

Heimild: Mbl.is