Home Fréttir Í fréttum Hafnartorgið nær fullmótað

Hafnartorgið nær fullmótað

170
0
Yfirlitsmynd af uppbyggingunni við Hafnartorg. Drónamynd og tölvugrafík: ONNO ehf.

Upp­bygg­ing og borg­arþróun sem fast­eigna­fé­lagið Reg­inn hf. hef­ur staðið fyr­ir á Hafn­ar­torgi og ná­grenni und­an­far­in ár er nú á loka­stigi. Nú þegar eru um 30 fyr­ir­tæki starf­andi í hús­næði Reg­ins, rétt við Gömlu höfn­ina í Reykja­vík, og fleiri munu bæt­ast við síðar.

<>

Í næsta ná­grenni eru tón­list­ar­húsið Harpa, glæsi­hót­elið Reykja­vík Ed­iti­on með 250 her­bergj­um og ný­bygg­ing Lands­bank­ans, sem tek­in verður í notk­un í lok þessa árs. Þá telst Hafn­ar­torg full­byggt.

Á þessu svæði í Kvos­inni svo­nefndu munu því vinna mörg hundruð manns þegar fram líða stund­ir. Er þá ótal­inn sá fjöldi fólks sem býr í 140 íbúðum á efri hæðum hús­anna á Hafn­ar­torgi. Á þess­um reit í miðbæn­um voru áður vöru­skemm­ur, bíla­stæði og bens­ín­stöð.

Reg­inn er eig­andi alls versl­un­ar- og veit­inga­hús­næðis á Hafn­ar­torgi, sem er að mestu leyti á jarðhæð, en að hluta til á tveim­ur hæðum ásamt stoðrým­um í kjall­ara.

Samn­ing­ur um kaup­in á fyrsta áfanga var und­ir­ritaður um mitt ár 2014. Heild­ar­stærð þess áfanga var um 8.600 fer­metr­ar. Þá strax var farið að skipu­leggja upp­bygg­ingu á svæðinu með það að mark­miði að auðga lífið í miðbæn­um.

Í kynn­ingu Reg­ins kem­ur fram að upp­bygg­ing­unni á Hafn­ar­torgi megi skipta í þrjá áfanga. Fyrsti áfang­inn miðast við októ­ber 2018 en þá voru versl­an­irn­ar H&M og H&M Home opnaðar.

„Með þess­um merki­lega áfanga snýr versl­un í miðborg­inni vörn í sókn og lif­andi teng­ing skap­ast frá gamla miðbæn­um yfir á svæðin kring­um Hörpu og höfn­ina,“ sagði í til­kynn­ingu Reg­ins við þessi tíma­mót. Síðar bætt­ust við fleiri versl­an­ir.

Næsti stóri áfang­inn náðist í ág­úst 2022 þegar Hafn­ar­torg Gallery við Geirs­götu var opnað.

Heimild: Mbl.is